Fjölgar mikið á atvinnuleysisskrá
Eftir að atvinnuástand hafði lagast mikið á Norðurlandi vestra í vor og sumar fjölgaði í síðustu viku skyndilega mjög á atvinnuleysisskrá og fjölgaði atvinnulausum á svæðinu úr 88 í 119 á svo til einni viku.
Á heimasíðu Vinnumálastofnunnar má enn finna eitthvað um laus störf á svæðinu en þó verður að segjast að eins og staðan er í dag er ekki um auðugan garð að gresja á þeim bænum.