Fjölmenni á kynningarfundi GSS

Vel var mætt á kynningarfund GSS í gær. Mynd: KBH.
Vel var mætt á kynningarfund GSS í gær. Mynd: KBH.

Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi Golfklúbbs Sauðárkróks sem haldinn var í kennslustofu í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans í gærkvöldi. Kynnt var stefna og starfsáætlun golfklúbbsins næstu ár. Einnig var kynnt 50 ára afmælisferð GSS sem farin verður næsta haust.

Meðal þess sem áætlað er að gera í starfsáætlun fyrir árin 2020 – 2024 er að GSS verði fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Þá er einnig stefnt að því að börn og unglingar fái aukinn tíma í þjálfun og að þjálfarar klúbbsins starfi undir leiðsögn PGA kennara sem setur upp æfingaáætlun í samráði við barna- og unglinganefnd. Ætlunin er að halda veglegt afmælismót GSS á næsta ári og hefur í því sambandi verið óskað eftir að halda Íslandsmót karla, 3. deild árið 2020.

Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns GSS, verður aðalfundur klúbbsins haldinn mánudaginn 25. nóvember nk. Má segja að framtíð klúbbsins sé í góðum höndum þar sem allir í stjórninni hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir