Fjölmenni skoðaði Glaumbæ á Safnadegi
Safnadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær á Íslandinu góða og víða boðið frítt á söfnin í tilefni dagsins. Sk.com hefur það eftir Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra í Glaumbæ að fjöldi fólks hafi heimsótt staðinn og notið þess sem boðið var upp á.
Veðrið var með ágætum og gátu gestir fylgst með því þegar slegið var með orfi og ljá auk þess að skoða hefðbundnar sýningar. Krökkum gafst kostur á að fara í búleiki.