Fjölmenningarleg matarhátíð hjá ferðamálanemum

Nemendur í ferðamáladeild Háskólans á Hólum stóðu á mánudaginn fyrir fjölmenningarlegri matarhátíð í matsal skólans. Viðburðurinn var hluti af námskeiði sem heitir Matur og menning. Verkefnið var að kynna sér matarhefðir mismunandi þjóða.

Skipt var í fjóra hópa sem unnu hver með sitt landið; Úkraínu, Kúbu, Frakkland og Þýskaland og töfruðu fram nokkra rétti frá viðkomandi landi. Einnig var sett upp kynning á landinu, borðin skreytt með einhverju sem minnti á löndin og jafnvel klæðst í búninga frá þeim.

Fjallað er um þennan viðburð í 5. tölublaði Feykis sem kom út í dag, en hér að neðan eru myndir sem Kristín S. Einarsdóttir tók á Hólum á mánudagskvöldið.

Fleiri fréttir