Fjölnet silfurpartner hjá Microsoft
feykir.is
Skagafjörður
09.12.2019
kl. 08.44
Fjölnet varð nýverið-silfur partner hjá Microsoft í skýjalausnum, ætluðum litlum og meðalstórum fyrirtækjalausnum og bronze-partner hjá TrendMicro. Af því tilefni ætlar Fjölnet að bjóða núverandi og tilvonandi viðskiptavinum 20% afslátt af Microsoft 365 Business og gildir afslátturinn í eitt ár.
„Öryggismál fyrirtækja eru ofarlega í huga hjá okkur þar sem undanfarið hafa verið fréttir af innbrotum í tölvupósta og tölvukerfi fyrirtækja sem hefur valdið bæði rekstrartruflunum og fjárhagstjóni í einhverjum tilfellum. Starfsmenn Fjölnets hafa sérfræðiþekkingu á sviði skýjalausna Microsoft og öryggislausna TrendMicro,“ segir Sigurður Pálsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.