Fjölnet valið til að reka tölvukerfi fyrir kærunefnd útlendingamála

Á mynd frá vinstri Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets og Hjörtur Bragi Sverrisson formaður nefndarinnar.
Á mynd frá vinstri Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets og Hjörtur Bragi Sverrisson formaður nefndarinnar.

Kærunefnd útlendingamála hefur gert samning við Fjölnet sem felur í sér að setja upp, hýsa og reka tölvukerfi fyrir stofnunina. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var hlutskarpast.

Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í kærumálum á grundvelli útlendingalaga. Formaður nefndarinnar er Hjörtur Bragi Sverrisson og varaformaður hennar er Anna Tryggvadóttir.
Með þeim starfa tveir yfirlögfræðingar, 13 lögfræðingar við undirbúning úrskurða og tveir ritarar. Starfsfólk nefndarinnar hefur langa reynslu af útlendingamálum og úrskurðum á því sviði, sem og mannréttindamálum. 

Fjölnet býður kærunefnd útlendingamála velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir