Fjölnota hjólabraut tekin í notkun á Skagaströnd

Ánægður hópur við nýju hjólabrautina. Mynd: skagastrond.is.
Ánægður hópur við nýju hjólabrautina. Mynd: skagastrond.is.

Unga kynslóðin á Skagaströnd, og jafnvel fleiri, hafa ríka ástæðu til að kætast þessa dagana því í gærkvöldi, þann 25. júní, var opnuð fjölnota hjólabraut á skólalóð Höfðaskóla. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að brautarinnar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Tilvonandi notendur voru strax mættir á svæðið til þess að taka brautina út og þótti sumum verkið ekki ganga nógu hratt fyrir sig og hjálpuðu því að sjálfsögðu til við uppsetninguna.

Brautin er opin öllum en lögð er rík áhersla á það að þeir sem nýta hana taki tillit til annarra, ekki séu of margir á henni í einu og að hraði sé miðaður við aðra þátttakendur. Ekki er heimilt að fara um brautina á vespum, mótorhjólum eða öðrum slíkum ökutækjum.

Þá er það fortakslaus skylda að hafa hjálm þegar brautin er notuð. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir