Fjórar stúlkur úr Tindastól boðaðar suður

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U-16 og U-17 kvenna, hefur valið stúlkur til landsliðsæfinga U-16 og U-17 sem haldnar verða á vegum KSÍ um helgina. Meðal þeirra eru fjórar ungar stúlkur úr Tindastól.

Stúlkurnar sem um ræðir eru Hrafnhildur Baldursdóttir, Vigdís Edda Friðriksdóttir og Kristrún María Magnúsdóttir sem allar mæta á æfingu U-16 og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir sem mætir á æfingu U-17.

 

Fleiri fréttir