Fjörug vika framundan

Það er fjörug vika framundan í leikskólunum Furukoti og Glaðheimum á Sauðárkróki en í dag mánudag mæta nemendur í 7. bekk Árskóla í leikskólana og lesa fyrir börnin.

Þetta er orðin hefð á milli skólastiga og þykir bæði eldri og yngri börnum þetta sérstaklega gaman.
Á föstudag er síðan dekurdagur í báðum leikskólum þar sem stefnan er tekin á að hafa það notalegt saman, hlusta á rólega tónlist við kertaljós og fleira.

Fleiri fréttir