Flemming Jessen púttar á Hvammstanga

Frá púttmótinu góða. Mynd: Aðsend.
Frá púttmótinu góða. Mynd: Aðsend.

Flemming – pútt 2025 fór fram föstudaginn 25. Júlí.
Að þessu sinni fór mótið fram í blíðskapar veðri, sól og góður hiti, sem sagt við bestu aðstæður. Góð þátttaka var, alls um 40 þátttakendur frá hinum ýmsu stöðum s. s. Hvammstanga, Borgarbyggð, Akranesi, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Að venju var boðið upp á veitingar s. s. kaffi, gulrætur, ídýfur og konfekt. Þetta er í fimmtánda sinn sem Flemming stendur að púttmóti á Hvammstanga, fyrsta mótið fór fram 2011. Þátttaka hefur ávallt verið góð, samt upp og niður, en stemningin verið frábær, því auk keppenda kemur alltaf góður hópur gesta og heimamanna sem horfir á, spjallar og endurnýjar kynni við skólasystkini og vini. Einn þátttakenda, Eyrún Ingadóttir, koma færandi hendi til mótsstjóra og gaf í verðlaun ljóðabókina Upphafshögg, sem hún gaf út á síðasta ári. Þóra Einarsdóttir, sem lauk keppni á 75 höggum en tapaði í bráðabana fékk að launum ljóðabók Eyrúnar.

Mót sem þetta er ekki eingöngu verk undirritaðs heldur margra sem aðstoða við undirbúning og framkvæmd þess. Öllum þeim bera að þakka. Án þeirra væri ekkert mót.

Úrslit- konur

  1. Þóra Stefánsdóttir 68 högg
  2. Ragnheiður Elín Jónsdóttir 75 högg
  3. Anna Eiríksdóttir 75 högg

Úrslit - karlar

  1. Ragnar Karl Ingason 68 högg
  2. Magnús E Magnusson 69 högg
  3. Grétar Kristinsson 69 högg

Úrslit - stúlkur 16 ára og yngri

  1. Ásta Sigríður Egilsdóttir 74 högg
  2. Hildur Sara Björnsdóttir 78 högg

Úrslit - drengir 16 ára og yngri

  1. Sigurður Páll Guðnýjarson 70 högg
  2. Haukur Darri Björnsson 77 högg
  3. Adam Vilbergur Örvarsson 94 högg

Flemming Jessen / hmj

Fleiri fréttir