Flotbryggjur settar upp á Skagaströnd
Nú stendur yfir uppsetning á nýjum flotbryggjum fyrir minni báta í höfninni á Skagaströnd og var lokið við hluta af uppsetningu þeirra í gær. Frágangi vegna framkvæmdanna er enn ekki lokið og hafa bryggjurnar því ekki verið teknar í notkun, en formleg opnun verður tilkynnt síðar. Frá þessu er sagt á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Um uppsetningu sá Kristján Óli Hjaltason eigandi Króla ehf. ásamt fríðum flokki manna.