Flóttafólkinu tekið opnum örmum

Leikskólabörn í Húnaþingi vestra buðu hópinn velkominn með söng og sumarblómum. Myndir: FE
Leikskólabörn í Húnaþingi vestra buðu hópinn velkominn með söng og sumarblómum. Myndir: FE

Í vikunni sem leið settust átta sýrlenskar fjölskyldur að á Norðurlandi vestra. Fimm þeirra komu til Hvammstanga, 23 manns, og þrjár til Blönduóss, alls 15 manns. Innan skamms er svo von á einni fjölskyldu til viðbótar til Blönduóss og telur hún sex manns. Undirbúningur fyrir komu fólksins hefur staðið í allnokkurn tíma en sveitarstjórn Húnaþings vestra tók ákvörðun um að taka á móti hópnum um miðjan desember og á Blönduósi var sambærileg ákvörðun tekin í febrúar.

Sveitarfélögin hafa annast undirbúninginn í nánu samstarfi við Rauða krossinn sem gegnir þar stóru hlutverki og hafa sjálfboðaliðar í Húnavatnsdeild Rauða krossins lagt á sig ómælda vinnu til að sem best verði hlúð að hópnum. Þá hafa sveitarfélögin ráðið til sín verkefnastjóra til að stýra undirbúningi. Einnig hefur verið ráðinn túlkur á Blönduósi og unnið er að því á Hvammstanga. Í Feyki þessa vikuna er rætt við verkefnastjóra Rauða krossins, Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Húnaings vestra, Liljönu Milenkoska og Þórunni Ólafsdóttur verkefnastjóra á Blönduósi. Þar kemur farm að fólkinu hafi verið tekið opnum örmum og 

Móttökusveitarfélögin héldu samkomur til að fagna nýju íbúunum og voru meðfylgjandi myndir teknar við þau tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir