Flottur árangur í lestrarátaki
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
01.03.2019
kl. 14.29
Krakkarnir í Grunnskóla Húnaþings vestra tóku þátt í lestrarátaki í janúar. Markmiðið var að lesa upphátt heima í að minnsta kosti tíu mínútur á dag. Allir nemendur bekkjarins tóku virkan þátt í átakinu og lásu margir mun meira. Samanlagt vörðu nemendur 6. bekkjar 5103 mínútum í lestur á þeim rúmu þremur vikum sem átakið stóð yfir.
Veitt voru bókaverðlaun til þeirrar stelpu og þess stráks sem varið hefðu mestum tíma í lestur og þau hlutu Sigrún Heiða sem las 1009 mínútur samanlagt heima og Hjalti sem las í 360 mínútur.
Að átakinu loknu fór svo 6. bekkur saman út að borða á Sjávarborg til að fagna frábærum árangri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.