Flottur árangur í Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra vann sigur í Vesturlandsriðli Skólahreysti sl. fimmtudag. Sigur liðsins var nokkuð öruggur en það hlaut 51 stig en sá skóli sem næstur kom, Grundaskóli, var með 43,5 stig. Þetta er annað árið í röð sem skólinn vinnur sinn riðil í keppninni og verður það að teljast frábær árangur. Mun liðið keppa i lokakeppni Skólahreysti sem haldin verður þann 8. maí.

Lið skólans skipa þau Guðmundur Grétar Magnússon, Hilmir Rafn Mikaelsson, Ingunn Elsa Apel Ingadóttir og Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir. Þau áttu besta árangurinn í fjórum greinum af fimm; í armbeygjum, dýfum, hreystigreip og deildu fyrsta sætinu í hraðaþrautinni með Heiðaskóla.

Aðrir skólar á Norðurlandi keppa í Norðurlandsriðli keppninnar á Akureyri miðvikudaginn 3. apríl kl. 13:00. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir