Flug á Alexandersflugvöll gæti lagst af um áramót

Sveitarstjóri Skagafjarðar hefur sent ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála erindi þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi ríkisins við áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli á Sauðárkróki en að óbreyttu gæti flugið fallið niður jafnvel frá og með áramótum.

-Sveitarstjórn er búinn að vera í sambandi við Flugfélagið Ernir og Samgönguráðaneytið um leiðir til lausna í þessu máli. Fulltrúar sveitarfélagsins fóru á fund í samgönguráðuneytinu og kynntu afstöðu sveitarfélagsins og var lögð þung áhersla á að flugsamgöngur til og frá Sauðárkróki yrðu tryggðar. Málið er nú í meðferð hjá ráðuneytinu og svara að vænta á næstu dögum í því. Það er lykilatriði fyrir Skagfirðinga og þær opinberu stofnanir sem hér eru að flugsamgöngur hingað verði tryggðar, segir Stefán Vagn Stefánsson.

Fleiri fréttir