Flugbjörgunarsveitin fær góða gjöf
Fulltrúar Seyluhrepps hins forna komu færandi hendi á fund Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð á dögunum. Erindið var að færa sveitinni afgang frá rekstri þorrablótsins í ár, en ákveðið var að peningurinn rynni óskiptur til sveitarinnar.
Ljóst er að þessi upphæð skiptir sveitina miklu máli og mun hún renna í kaup á nýjum Tetra fjarskiptabúnaði.
