Flugeldamarkaður Húna á Hvammstanga

Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Húna opnaði í Húnabúð á Hvammstanga í gær. Að venju stendur björgunarsveitin fyrir flugeldaleik en nöfn þeirra sem kaupa flugelda fyrir meira en 15 þúsund kr. fara í flugeldapottinn. Dregið verður úr pottinum kl. 14 á gamlársdag og getur vinningshafinn hreppt flugelda, tertur og fleira.

Flugeldasalan er mikilvægasta fjáröflun björgunarsveitarinnar og stendur undir stórum hluta af rekstri hennar yfir árið. Opnunartími Flugeldamarkaðs Húna verður sem hér segir:

  • Mánudaginn 29. desember kl. 13-18
  • Þriðjudaginn 30. desember kl. 10-22
  • Gamlársdag 31. desember kl. 9-15:30

Fleiri fréttir