Flugeldasala á Skagaströnd og í Skagabyggð

Flugeldasala björgunarsveitarinnar Strandar og UMF. Fram verður í húsnæði RKÍ að Vallarbraut 4 á Skagaströnd. Á facebook síðu björgunarsveitarinnar er tekið fram að börn og unglingar 16 ára og yngri fái ekki að versla flugelda nema í fylgd með  foreldrum eða forráðamönnum. „Munið ábyrgðin er ykkar,“ segir á síðunni.

Opnunartímar verða sem hér segir:

Mánudaginn       29.des.  kl. 14-22

Þriðjudaginn      30.des.  kl. 14-22

Miðvikudaginn  31.des.   kl. 10-16

Selt verður í Skagabyggð þriðjudaginn 30. des

„Flugeldasalan er ein aðal fjáröflunarleið björgunarsveitarinnar Strandar og U.M.F. Fram. Skagstrendingar og nærsveitamenn, verslum í heimabyggð það er allra hagur,“ segir loks á facebook síðu björgunarsveitarinnar.

Fleiri fréttir