Flugfélagið Ernir á netinu
feykir.is
Skagafjörður
03.12.2010
kl. 08.27
Nú er nú hægt að bóka flug með Flugfélaginu Erni á netinu. Hefur uppsetning á slíku kerfi verið í vinnslu síðustu vikur og gengið vonum framar. Þetta mun auðvelda fólki mikið ásamt því að mögulegt verður að bóka ódýrari fargjöld, sem þó eru fjöldatakmörkuð. Fólki er því bent á að bóka flugið á ernir.is ef það þarf að komast til Eyja, Hafnar, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs. Þetta er því mikil þjónustubót fyrir íbúa svæðanna og fólks sem þarf að sækja staðina heim.