Flughált í Húnaþingi vestra

Suðvestan 15-23 m/s og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, lægir seint í kvöld. Spáð er kólnandi veðri. Á Norðurlandi vestra er hálka og hálkublettir en flughált er í Húnaþingi vestra. Snjóþekja og stórhríð er á Öxnadalsheiði.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s og stöku él, en bjartviðri A-lands. Frost víða 3 til 10 stig.

Á sunnudag:

Hæg austlæg átt og stöku él, en 10-15 m/s og snjókoma um kvöldið. Áfram talsvert frost.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðaustanhvassviðri eða -storm með talsverðri ofankomu, einkum N- og A-lands og hlýnandi veður.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Norðaustanátt og éljagangur, en úrkomulítið SV-til. Heldur kólnandi veður.

Fleiri fréttir