Flugið var styrkt vegna vegalengdar milli Siglufjarðar og Reykjavíkur
feykir.is
Skagafjörður
10.12.2010
kl. 08.13
Flugfélagið Ernir og Vegagerðin undirrituðu í gær samkomulag um flug út næsta ár til Sauðárkróks Mun flugfélagið ábyrgjast áframhaldandi áætlunarflug til Sauðárkróks til ársloka 2011, án sérstakra styrkgreiðslna.
Bent er á í tilkynningunni að fjárhagslegur stuðningur ríkisins við áætlunarflug til Sauðárkróks ljúki nú í árslok 2010. Að sögn Vegagerðarinnar eru ástæður þess breyttar forsendur samgangna á svæðinu með tilkomu Héðinsfjarðarganga, en flug til Sauðárkróks hefur einkum verið styrkt vegna vegalengdar milli Siglufjarðar og Reykjavíkur.