FNV með fund á Hvammstanga
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur boðað fund með nemendum 8. – 10. bekkjar á Hvammstanga og foreldrum þeirra. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Ásbyrgi í dag kl. 13.
Á fundinum verður námsframboð við FNV kynnt ásamt hugmyndum um dreifinám frá skólanum á Hvammstanga næsta haust.
