Fóðurblandan lækkar fóðurverð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.09.2014
kl. 09.52
Fóðurblandan hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri fyrir nautgripi, svín og hænsni vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna. Lækkunin nemur allt að 2% og tekur gildi í dag 26. september.
Samkvæmt fréttatilkynningu verður þetta í fjórða skiptið á einu ári sem fyrirtækið lækkar verð á kjarnfóðri fyrir nautgripi, svín og hænsni. Uppfærða verðskrá má finna á vef Fóðurblöndunnar.