Fólki komið til aðstoðar á Holtavörðuheiði í nótt

Frá vettvangi í nótt. Mynd úr myndavél Vegagerðarinnar sem birt er á Facebook-síðu Húna.
Frá vettvangi í nótt. Mynd úr myndavél Vegagerðarinnar sem birt er á Facebook-síðu Húna.

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga fékk útkall um klukkan eitt eftir miðnætti vegna ferðafólks í hrakningum á Holtavörðuheiði. Á Facebook-síðu sveitarinnar kemur fram að farið hafi verið á bílunum Húna 1 og 4 til móts við félaga þeirra í Björgunarsveitinni Heiðari úr Borgarfirði í verkefnin á heiðinni. egir í færslu Húna að ekkert ferðaveður hafi verið á heiðinni en vel hafi gengið að aðstoða og koma fólki til byggða þó það tæki lengri tíma en oft áður.

Vetrarfærð og éljagangur er víðast hvar á vestan- og norðanverðu landinu og frekar hvasst, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Víða eru hálkublettir eða hálka en snjóþekja á Holtavörðuheiði, Heydal og Laxárdalsheiði. Hálka víða í Húnavatnssýslum en hálkublettir og éljagangur í Skagafirði og í Eyjafirði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir