Föndrað í Kompunni

Í stað hefðbundinna föndurnámskeiða þetta haustið býður Herdís í Kompunni konum upp á að koma í búðina, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga milli 16 og 20.

Herdís leiðbeinir Ástu með keramikmálun.

-Mig langað að bjóða upp á eitthvað nýtt þetta haustið. Ég er nýbúin að taka búðina í gegn og raða öllu upp á nýtt og allt í einu var miklu meira pláss í búðinni en áður, segir Herdís Sigurðardóttir, eigandi Kompunnar. Allir geta komið og föndrað það sem þeir óska eftir að fá aðstoð með þessa daga en Herdís segir að þó sé nauðsynlegt að hringja og panta tíma svo öruggt sé að það sé pláss og eins til þess að tryggja að allt sem þarf sé til staðar í búðinni.

Þegar Feykir.is bar að garði voru þær Fanney Ísfold Karlsdóttir og Ásta Gýmisdóttir í búðinni. Fanney að búa til kort en Ásta við Keramikmálun. Þær voru sammála um kosti þess að geta skroppið dag og dag í stað þess að þurfa að binda sig á löngu námskeiði.

Hægt er að panta sér tíma í föndur í Kompunni með því að hringja í síma 4535499

Fanney kom til þess að búa til kort.

Fleiri fréttir