Foreldrafélag býður í leikhús

Foreldrafélag Árskóla hefur ákveðið að bjóða nemendum í 1., 2. og 3. bekk Árskóla frítt á leiksýninguna Jón Oddur og Jón Bjarni sem Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í Bifröst nú um helgina.

Í tilefni þess að LS hefur nú sýnt barnaleikrit 10 haust í röð var miðaverð á sýninguna lækkað niður í 1000 krónur.  Þar sem foreldrafélagið hefur á undanförnum árum niðurgreitt leikhúsmiða til yngstu árganganna um svipaða upphæð er niðurstaðan sú að nemendur fyrstu þriggja árganganna komast nú ókeypis í leikhús.

Í Kompunni liggja fyrir nemendalistar svo ekki þarf annað en að renna við hjá Herdísi og sækja sér miða á þá sýningu sem maður kýs.

Kann stjórn LS foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir rausnarskapinn og gott samstarf á liðnum árum, og vonast að sjálfsögðu eftir að sjá sem flesta í leikhúsinu.

Sjá nánar á www.skagafjordur.net/LS

 
 

Fleiri fréttir