Foreldrar ánægðir með skólastarfið

Árleg foreldrakönnun var lögð fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 2.,4.,7. og 10. bekk Árskóla, þann 11. nóvember sl. Niðurstöður gefa til kynna að skólastarf í Árskóla er í stöðugri sókn. Um 84% foreldra telja að miklar eða talsverðar framfarir hafi orðið í skólastarfinu á undanförnum misserum.

Meðal þess sem lesa má út úr niðurstöðum er að meiri almenn ánægja virðist ríkja t.d. með kennslu, aga og umgengni í skólanum. Foreldrar virðast ánægðari með hvernig börnum þeirra er sinnt, þeir telja að börnum þeirra líði almennt betur og þau fái að njóta sín í skólanum. Fleiri foreldrar vitna nú en áður um gagnsemi foreldraviðtala. Um 82% foreldra hafa mjög jákvætt viðhorf til umsjónarkennara barns síns og 84% foreldra segjast eiga mjög gott samstarf við hann. Þegar spurt er um vetrarfrí vill um helmingur foreldra að þau séu bæði fyrir og eftir jól. Hugmyndir um skólabúninga nemenda hljóta ekki hljómgrunn, en meirihluta foreldra hugnast það fyrirkomulag að skólinn sæi alfarið um að útvega skólagögn gegn föstu gjaldi í upphafi skólaárs. Í könnuninni voru foreldrar barna í 2. bekk beðnir um að svara nokkrum spurningum um starfsemina í Árvist. Fram kom mikil ánægja með starfsemina þar og viðhorf foreldra til starfsmanna ýmist mjög jákvætt eða fremur jákvætt

Heimild; Árskóli.is

Fleiri fréttir