Foreldrar minntir á leiðsagnarmat
feykir.is
Skagafjörður
04.11.2008
kl. 09.30
Á heimasíðu Árskóla eru foreldrar nemenda í 2. – 10. bekk minntir á leiðsagnarmatið sem kynnt var með bréfi heim í síðustu viku. Skiladagur nemenda/foreldra er þriðjudagurinn 4. nóvember.
Matið sem er nokkurs konar sjálfsmat nemenda fer fram rafrænt í Mentor á kennitölu og lykilorði nemandans og er liður í undirbúningi fyrir foreldraviðtalsdaginn 11. nóvember. Kennarar skrá sitt mat í Mentor á sama tíma og föstudaginn 7. nóvember er fyrirhugað að opna foreldrum/nemendum aðgang að mati kennara.