Forsætisnefnd með niðurskurðarhnífinn á lofti

Ætli hinn frægi niðurskurðarhnífur eigi ekki eftir að verða mundaður nokkuð oft næstu vikur og mánuði.

Forsætisnefnd alþingis undir formennsku Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti. Í síðustu viku voru allar áskriftir af Héraðsfréttablöðum skornar niður en þær hafa einkum nýst þingmönnum á landsbyggðinni. 

Í þessari viku var síðan aðstoðarmannakerfið lagt niður en þingmenn landsbyggðakjördæma hafa átt rétt á aðstoðarmanni heima í kjördæmi.

Fleiri fréttir