Forstofuskápur fær nýtt útlit!

Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, er einstaklega lagin í höndunum og allt sem hún gerir er vandað og vel heppnað. Hún og maðurinn hennar, Þórður Ingi Pálmarsson, keypti sér íbúð í Raftahlíðinni fyrir nokkrum árum síðan og hafa þau verið að taka allt í gegn í rólegheitunum. Ég er ekki frá því að það væri hægt að gefa út heilt Feykis blað með öllu því sem Sylvía Dögg hefur skapað og er t.d eitt málverk sem hún gaf mér í miklu uppáhaldi hjá mér.

En í þessum pistli langar mig að sýna ykkur forstofuskápinn sem hún setti í nýtt útlit. Skápurinn er svona dæmigerður yfirhafnaskápur, sérsmiðaður inní hol, og væri bæði mikið mál og kostnaðarsamt að skipta honum alveg út. Hún ákvað því að taka hann sjálf í gegn og tók ekki nema nokkra klukkutíma. Hún byrjaði á því að grunna með JOTUN Kvist-og sperregrunning, lakkaði svo yfir með LADY Supreme Finish, halvblank, Tre og panel. Á sjálfar hurðirnar notaði hún lakkrúllu en penslaði á karmana. Skápahöldurnar spreyjaði hún svo með hjólkoppaspreyji. Eins og sést á fyrir og eftir myndunum þá er mikil breyting og kemur ótrúlega vel út. Þetta er því bæði ódýr og góð lausn fyrir þá sem eru komnir með smá leiða yfir einhverri mublu og langar að breyta til. 

Ef þú hefur áhuga á að sýna öðrum hvað þú ert búin/n að vera að gera, endilega sendu mér myndir og upplýsingar á siggag@feykir.is

kveðja

Siggasiggasigga.....

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir