Föstudagurinn 13. mars er það!
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.03.2009
kl. 12.29
Glöggir lesendur Gluggans hafa kannski rekið augun í auglýsingu frá Grunnskólanum á Blönduósi um árshátíð. Sömu glöggu lesendur hafa kannski líka séð að hvergi kemur fram hvenær árshátíðin verður haldin.
Rétt er að segja frá því að árshátíðin verður haldin föstudaginn 13. mars og eru allir hvattir til að drífa sig í Félagsheimilið og eiga góða kvöldstund. Nemendur í 8. – 10. bekk sjá um skemmtiatriðin og að þessu sinni hafa þeir sett upp söngleikinn FAME og að venju verður hin bráðskemmtilega Blönduvision. Er því von á góðu þennan annars alræmda dag.
Heimild Huni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.