Föstudagurinn langi 10 ára og kominn á Spotify

Föstudagurinn langi. Mynd: Úlfur Úlfur
Föstudagurinn langi. Mynd: Úlfur Úlfur

Í dag eru 10 ár síðan að Skagfirðingarnir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, sem skipa hljómsveitina Úlfur Úlfur, gáfu út sína fyrstu plötu sem ber heitið Föstudagurinn langi. Platan naut gífurlegra vinsælda og seldust þeir 100 geisladiskar sem framleiddir voru, upp á útgáfutónleikunum sem þeir héldu á Faktorý. 

Aðdáendur hljómsveitarinnar hafa beðið lengi eftir því að platan komi á spotify en nú er biðinni lokið. Í dag 18. júní 2021, 10 árum eftir að platan kom út, er hún loks aðgengileg á Spotify. 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir