Frábær mæting á jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Sóldísirnar einu og sönnu voru í jólaskapi og sungu fyrir gesti. MYND: ÓBS
Sóldísirnar einu og sönnu voru í jólaskapi og sungu fyrir gesti. MYND: ÓBS

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks var haldið síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Samkvæmt upplýsingum Feykis mættu yfir 600 manns til veislunnar, naskir teljarar töldu 672, og þótti Rótarýfélögum mætingin alveg til fyrirmyndar.

Að venju var boðið upp á bæði hangikjöt og hamborgarhrygg og tilheyrandi og allt í allt voru það 120 kg af kjöti sem runnu ofan í gesti.

Fram kemur á Skín við sólu á Facebook að félagar í Rótarýklúbbnum þakka gestum fyrir komuna og þar má einnig sjá nokkrar myndir frá hlaðborðinu og undirbúniningi þess kvöldið áður þegar verið var að gera klárt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir