Frábær sigur 9. flokks í bikarkeppninni

  Strákarnir í 9. flokki drengja í körfuknattleik gerðu heldur betur góða fyrir suður yfir heiðar, þar sem þeir lögðu lið Stjörnunnar í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Það sem er athyglisvert við þennan sigur er það að Stjarnan hefur unnið fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins í A-riðli á meðan Tindastóll hefur flakkað á milli A- og B-riðla.

Úrslit leiksins urðu 60-64 fyrir Tindastól eftir spennandi lokamínútur. Karfan.is gerir leiknum ágæt skil og þar er m.a. að finna fínt myndasafn frá leiknum.

Til hamingju strákar!

Fleiri fréttir