Fræðslufundi um erfðamengi krabbameina aflýst
Fræðslufundi um erfðamengi krabbameina sem Krabbameinsfélag Skagafjarðar hafði boðað til á Löngumýri í kvöld hefur verið aflýst vegna veðurs. Að sögn Maríu Reykdal, formanns félagsins, verður reynt síðar þegar fyrirlesarinn, Sigurgeir Ólafsson, verður staddur á landinu aftur en hann dvelst erlendis sem doktorsnemi í sameindalíffræði.
Tengd frétt: Fræðslufundur um erfðamengi krabbameina