„Fræðslustjóri að láni“ til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki

Nýlega voru undirritaðir samningur á milli Ríkismenntar, Farskólans – Miðstöðvar símenntunar á Norðurland vestra og Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi annars vegar og Sauðárkróki hinsvegar um „fræðslustjóra að láni." 

Samningarnir fela í sér að Ríkismennt útvegar Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki ,,Fræðslustjóra að láni" í ákveðinn tíma. Fræðslustjórinn kemur frá Farskólanum. Stofnaðir verða stýrihópar innan stofnananna, skipaðir starfsfólki, sem mun vinna með fræðslustjóranum. Áherslan er á almenna starfsmenn eða þá sem eru í Öldunni, Samstöðu og Kili.

Í verkefninu verða þarfir og væntingar starfsmanna skilgreindar og í framhaldi hönnuð fræðsluáætlun til tveggja til þriggja ára. Framundan er samskonar verkefni hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Farskólinn mun kynna þessa þjónustu nánar á nýju ári.

Frá undirritun samnings á Sauðárkróki. Bryndís Þráinsdóttir, Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri á Sauðárkróki og Eyjólfur Bragason frá Ríkismennt. Mynd: Farskólinn. Frá undirritun samnings á Sauðárkróki. Bryndís Þráinsdóttir, Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri á Sauðárkróki og Eyjólfur Bragason frá Ríkismennt. Mynd: Farskólinn.

Fleiri fréttir