Framboðsyfirlýsing

 Ég undirritaður, Valdimar Sigurjónsson, hef ákveðið að sækjast eftir 1. eða 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2009.

 

Íslenskt samfélag gengur nú í gegnum erfiðleika sem eiga eftir að vera skráðir í sögu landsins til allrar framtíðar. Verkefni okkar sem nú byggjum Ísland er að sjá til þess að þessi kafli sögu okkar verði skrifaður á þann hátt að hér hafi verið tekið á málum af skynsemi, dugnaði og stórhug.

 

Hlutverk stjórnmálanna er að hafa frumkvæði og vilja til að leiða það verkefni. Með upplýstri umræðu, gagnsæjum vinnubrögðum og heiðarleika er hægt að vinna inn það traust sem þarf til að við sem þjóð náum vopnum okkar á nýjan leik.

 

Sú endurnýjun sem hefur orðið í Framsóknarflokknum, bæði hvað varðar forystu og málefni sýnir á ótvíræðan hátt að flokkurinn gengur í takt við íslenska þjóð og hlýðir ákalli um breytt og betri vinnubrögð.

 

Grundvallarhugsjónir Framsóknar, byggðar á samvinnu og jöfnuði eru samhljóma minni hugmyndafræði. Saman breytum við rétt og byggjum betra samfélag.

 

Ég er 36 ára, fæddur og uppalin á Glitstöðum í Borgarbyggð. Árið 2006 útskrifaðist ég sem Viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst.

 

Fyrir alþingiskosningarnar 2007 skipaði ég 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi. Í þeirri kosningabaráttu lagði ég mig fram við kynna mér helstu þætti atvinnu- og mannlífs í kjördæminu, sem og landinu öllu. Sú reynsla og þekking sem ég öðlaðist þar sannfærir mig um að sá kraftur, þekking og elja sem býr í íslenskri þjóð gerir okkur kleift að yfirstíga þá erfiðleika sem nú steðja að.

 

Úrlausnarefni næstu missera eru fjölbreytt og kalla á frjóa hugsun, frumkvæði og nýjar framsýnar aðferðir. Ég tel mig hafa frumkvæði og þann kraft og vilja sem þarf til þess að verða í forystusveit Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og vonast til þess að hljóta traust flokksmanna í póstkosningu nú í byrjun mars.

 

Virðingarfyllst,

 

Valdimar Sigurjónsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir