Framkvæmdir í Húnaþingi

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra sl. mánudag fóru forstöðumaður tæknideildar og verkstjóri áhaldahúss yfir verkstöðu helstu framkvæmda sveitarfélagsins að undanförnu.

Lokið er við að steypa gangstéttir skv. áætlun ársins, búið er að fjarlægja Sifina úr höfninni, unnið er að lokafrágangi við hitaveitulögn norðan Hvammstanga, unnið hefur verið við viðgerð á lagnakerfi við sundlaug, skjólgirðing milli íþróttamiðstöðvarinnar og grunnskólans er langt komin, greint frá stöðu á framkvæmdum við nýjan pott við íþróttamiðstöð.

Umhverfisstjóri mætti einnig á fundinn til viðræðna um sorphirðumál og lagði hann og forstöðumaður tæknideildar það til að sorphirðusamningur við HH gámaþjónustu ehf. sem rennur út 31. desember nk. verði framlengdur um eitt ár. Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlengja sorphirðusamninginn um eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir