Framkvæmdir við Gönguskarðsárvirkjun á fullu

Í haustblíðunni í dag skaust ljósmyndari Feykis einn rúnt um Krókinn og nágrenni. Meðal þess sem bar fyrir linsu voru framkvæmdir við Gönguskarðsárvirkjun en þar er nú unnið á öllum vígstöðvum.

Vinna við undirstöður nýja stöðvarhússins sem rís neðan við gömlu Gönguskarðsárbrúna er á fullu og þá er búið að grafa fyrir nýrri lögn frá virkjuninni að stöðvarhúsinu. Er um mikinn skurð að ræða og varasamt að vera flækjast á framkvæmdasvæðinu að ósekju. Þá eru framkvæmdir við stækkun stíflunnar á fullu.

Það er fyrirtækið Íslandsvirkjun sem stendur fyrir framkvæmdunum.

Sjá eldri frétt á Feyki.is >

 

Fleiri fréttir