Starfamessa á Sauðárkróki

HSN með flotta fulltrúa. MYND GG
HSN með flotta fulltrúa. MYND GG

Starfamessa fyrir ungmenni á Norðurlandi vestra var haldin í dag 20. nóvember. Starfamessa er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar landshlutans fyrir árið sem er að líða. Þetta er í þriðja sinn sem ungmennum í landshlutanum gefst kostur á að kynnast fjölmörgum starfsgreinum, sem hægt er að vinna við innan og utan landshlutans, bakgrunn þeirra og menntunarkröfum.

Nemendur í 9. og 10. bekk allra grunnskóla á svæðinu, sem og nemendur FNV voru mætt til þess að taka samtalið við fagfólkið sem var mætt á staðinn.
Sætaferðir voru í boði fyrir þá sem þurtu að koma að og var mikið líf og fjör í FNV og margt um manninn, fjöldi fyrirtækja og stofnana voru mætt á staðinn. Blaðamaður Feykis skrapp á staðinn og smellti af nokkrum myndum og spjallaði við krakkana sem voru öll sammála um ágæti þessa viðburðar. Þau fengu öll bækling þegar þau mættu á staðinn með verkefni sem þau þurftu að leysa á staðnum. Mörg tóku spjallið og þáðu allskyns varning, létu mæla hjá sér bóðsykur og þrýsting svo eitthvað sé nefnt. Þörf messa fyrir ungt fólk sem stendur brátt frammi fyrir stóru sprunignunni, hvað ætlar þú að verða þegar þú veðrur stór? 

Fleiri fréttir