Framkvæmdir við Safnahús Skagfirðinga
Fyrir um hálfum mánuði hófust framkvæmdir við Safnahús Skagafirðinga. Miða þær fyrst og fremst að því að bæta aðgengi með byggingu lyftuhúss austan við húsið, en ekki vestan við húsið, eins og missagt var á forsíðu Feykis í dag.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki 1. apríl á næsta ári, að lóðarfrágangi frátöldum og er heildar kostnaður áætlaður um 90 milljónir króna, að sögn Ingvars Páls Ingvarssonar, hjá framkvæmda og veitusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Auk lyftuhússins ná breytingarnar til stigahúss, salerna á fyrstu hæð og eldvarnarskila hússins.
Ytri hjúpur viðbyggingarinnar verður úr gleri. Aðalverkefni er K-tak ehf. en lyftan kemur frá Kone lyftum ehf. Verkið hófst 7. nóvember og reiknað er með að því ljúki 1 apríl 2015 að frá töldum lóðarfrágangi. Á meðan lokunum vegna framkvæmda stendur mun verða sett upp nýtt skráningar- og tölvukerfi fyrir Bókasafnið, sem er á annarri hæð hússins.
Það er Stoð ehf. verkfræðistofa á Sauðárkrókisem hannar viðbygginguna og teikningin hér fyrir neðan þaðan.