Framlag sem verður seint fullþakkað
Brunavörnum Húnaþings vestra barst á dögunum myndarlegur styrkur frá Gærunum til kaupa á búnaði fyrir slökkviliðsmenn liðsins. Í tilkynningu á heimasíðu Húnaþings vestra segir að í þetta skiptið hafi styrknum verið varið í kaup á ullarundirfatnaði og nýjum vinnuvettlingum á alla liðsmenn.
„Framlag þeirra kvenna sem standa að þessu óeigingjarna framtaki, að safna og selja af nytjamarkaði og skila út í samfélagið í formi styrkja. verður seint full þakkað. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og okkar að eiga svo öflugar konur á svæðinu sem láta sig málin sig varða og koma að styrkveitingum hvers konar. Takk fyrir okkur.“ segir í tilkynningu Brunavarna Húnaþings vestra.
