Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi
Á morgun fimmtudaginn 26. mars verður lokahátíð „Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi“ haldin í félagsheimilinu Ásbyrgi Laugarbakka.
Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr skólum byggðarlagsins, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Brynhildur Þórarinsdóttir og Örn Arnarson. Keppendur munu lesa úr verkum Þeirra, sem og ljóð að eigin vali.
Tilgangur keppninnar er að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn. Forkeppni fór fram í hverjum skóla fyrir sig þar sem valdir voru þrír keppendur sem fulltrúar hvers skóla. Þeir keppendur sem taka þátt í keppninni fyrir hönd Grunnskólans á Blönduósi eru:
Atli Einarsson, Dagbjört Henný Ívarsdóttir og Hulda Sól Magneudóttir
Dómarar voru þau Guðjón E. Ólafsson, Kristín Guðjónsdóttir og Kolbrún Zophoníasdóttir.
/Blönduskóli Texti SBA