Framsóknarmenn óánægðir
Framsóknarfélag Skagafjarðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sem boðaður er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2011 í ályktun sem send var fjölmiðlum.
Framsóknarfélag Skagafjarðar minnir á að á yfirstandandi ári var stofnuninni gert að skera niður um 11 % og boðaður niðurskurður um 30 % til viðbótar er klárlega hrein aðför að stofnuninni og algjörlega ólíðandi að ráðast þannig á grunnstoðir þjónustunnar í byggðalaginu líkt og gert er núna undir merkjum „velferðarstjórnar“. Aðgerðir af þessu tagi eru eingöngu til þess fallnar að velta kostnaði yfir á íbúa samfélagsins og veikja þannig þá byggð sem fyrir er á staðnum. Framsóknarfélag Skagafjarðar krefst þess að ríkisstjórn Íslands endurskoði boðaðann niðurskurð í rekstri Heilbrigðisstofnunarinna á Sauðárkróki. Framsóknarfélag Skagafjarðar krefst þess að þingmenn kjördæmisins standi vörð um Heilbrigðisstofnunina við afgreiðslu fjárlaganna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.