Framtíð Söguseturs í uppnámi?

Arna Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Söguseturs íslenska hestsins kom á fund byggðarráðs í gær til viðræðu málefni setursins en sökum niðurskurðar á fjárlögum eru fjárveitingar til setursins í uppnámi.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda erindi til sjávar- og landbúnaðarráðuneytis og mennta- og menningarráðuneytis með ósk um viðræður um framtíðarstarfssemi setursins. Sögusetrið er eingöngu rekið af ríkisstyrkjum svo og öðrum menningartengdum styrkjum. Nýtt og glæsilegt húsnæði setursins var tekið í notkun sl. sumar. Eitt og hálft stöðugildi hafa verið á ársgrundvelli við setrið auk þess sem fleiri starfsmenn voru sl. sumar.

Fleiri fréttir