Framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2014 viðurkenningu á miðvikudaginn, 4. febrúar, í Silfurbergi, Hörpu. Þetta er í fimmta sinn sem Creditinfo gefur út listann en af þeim 577 fyrirtækjum sem komust á lista eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.

Þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi uppfylla ákveðin skilyrði í rekstri, hafa skilað rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, eignir eru metnar á að minnsta kosti 80 milljónir króna og eiginhlutfall er 20% eða hærra.

Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2014 á Norðurlandi vestra eru:

  • Ámundarkinn ehf.
  • Fisk Seafood ehf.
  • Kaupfélag Skagfirðinga (svf.)
  • Kaupfélag Vestur-Húnvetninga (svf.)
  • Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf.
  • Raðhús ehf. (sem rekur Hlíðarkaup á Sauðárkróki)
  • Skarfaklettur ehf.
  • Sláturhús KVH ehf.
  • Steinull hf.
  • Sölufélag Austur-Húnvetninga svf.
  • Tengill ehf.
  • Vörumiðlun ehf.

Sem fyrr segir eru fyrirtækin 577 talsins sem er um 1,7 % af þeim 34 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru á Íslandi. 102 fyrirtæki hafa verið á listanum frá upphafi. Í fréttatilkynningu segir að fjöldi framúrskarandi fyrirtækja hafi aukist jafnt og þétt frá því listinn var fyrst birtur fyrir fimm árum síðan en þá komust 178 fyrirtæki á lista.

„Segja má að hagur fyrirtækja á Íslandi fari batnandi með hverju árinu vegna þess að skilyrðin til að komast á listann hafa verið þau sömu frá upphafi,“ segir loks i fréttatilkynningunni.

Fleiri fréttir