Fraus í stofnlögn í Sauðánni

Frá framkvæmdum við vatnsstífluna í Sauðárgili sl. sumar. Mynd: PF.
Frá framkvæmdum við vatnsstífluna í Sauðárgili sl. sumar. Mynd: PF.

Svo mikið hefur frostið verið undanfarið í Skagafirði að það fraus í stofnlögn kaldavatnsins frá Sauðánni, nánar tiltekið þar sem stofnlögnin kemur út undan stíflunni í Sauðárgilinu. Starfsmenn Skagafjarðarveitna fóru af stað um leið og tilkynnt var um vatnsleysi í sútunarverksmiðju Atlantic Leather á Sauðárkróki en búið var að koma á rennsli aftur í lögninni rétt fyrir hádegi.

Sútunarverksmiðjan notar vatnið beint úr Sauðánni í hluta af vinnslunni hjá sér, þ.e. þeir eru með tengingu beint úr stofnlögninni sem liggur frá Sauðárgilinu og í vatnstanka á Gránumóum. Þetta hafði því engin áhrif á hinn almenna notanda, að sögn Indriða Einarssonar, sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar.

Gunnsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Atlantic Leather, sagði engar alvarlegar afleiðingar hafi hlotist af vatnsleysinu fyrir verksmiðjuna þar sem þessu hafi verið fljótt komið í lag, „Nema að ég er enn í vinnunni, annars væri ég búinn í dag,“ sagði Gunnsteinn á léttu nótunum.

Tengd frétt: Vatnshúsið hefur lokið hlutverki sínu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir