Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls

Stólastúlkur ásamt þjálfarateymi og fararstjórum í Spánarferðinni. Hópurinn er væntanlegur heim annað kvöld. MYND AÐSEND
Stólastúlkur ásamt þjálfarateymi og fararstjórum í Spánarferðinni. Hópurinn er væntanlegur heim annað kvöld. MYND AÐSEND

Í morgun birti DV frétt þess efnis að tvær stúlkur í æfingaferð með Bestu deildar liði Tindastóls á Spáni hafi verið hætt komnar í sjónum nærri Alicante sl. laugardag. „Voru þær fastar í sogi en tveir brettamenn komu þeim til bjargar, sem og allir viðstaddir á ströndinni sem mynduðu mannlega keðju til að stöðva sogið,“ sagði í fréttinni.

Feykir leitaði viðbragða hjá Adam Smára Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar Tindastóls, og barst fyrir skömmu fréttatilkynning frá knattspyrnudeildinni.

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls:

Meistaraflokkur kvenna er í æfingaferð á Spáni og hafa æfingar gengið vel. Fyrir tveimur dögum kom upp alvarlegt atvik á ströndinni þegar ein stúlka í liðinu lendir í því að komast ekki upp úr sjónum af sjálfsdáðum. Það myndaðist sog upp við kletta og öldugangur var mikill. Hún var ekki langt frá ströndinni.

Tvær eldri úr liðinu voru þarna nálægt og komu sér til hennar og aðstoðuðu hana, önnur þeirra kom sér í land stuttu seinna en hin beið með stúlkunni þangað til að tveir bretta menn komu þarna að og komu þeim uppá brettin svo þær væru ekki í sjónum á meðan að allt liðið, starfsliðið og aðrir gestir á ströndinni mynduðu mennska keðju út til þeirra svo væri hægt að draga þau frá klettunum og í land.

Skiljanlega var þetta mikið áfall fyrir stúlkuna og hópinn allan sem var allur staddur saman á ströndinni. Sem betur fer fór þetta vel og stúlkan slasaðist ekki. Hún mun fá aðstoð til að vinna úr þessari lífsreynslu.

Unnið verður með málið og haft samband við Utanríkisráðuneytið á Íslandi til að koma á framfæri kvörtunum til spænskra yfirvalda varðandi aðbúnað á ströndinni þar sem engin björgunartæki voru til staðar, þrátt fyrir hús merkt SOS á ströndinni. Eins þótti mjög sérstakt að enginn mátti fylgja stúlkunni í sjúkrabílinn, þar sem hún er undir lögaldri, þrátt fyrir að í starfsliði hópsins er menntaður læknir, var henni bannað að koma inn í bílinn þegar það var verið að skoða stúlkuna.

Stúlkan þurfti sem betur fer ekki að flytjast á sjúkrahús og hefur tekið þátt í æfingum eftir þennan dag.

F.h. Knattspyrnudeildar Tindastóls
Adam Smári Hermannsson formaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir