Friðrik Hrafn snýr heim í Skagafjörð

MYND FANNEY MARÍA
MYND FANNEY MARÍA
Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Friðrik Hrafn Jóhannsson um stöðu yfirþjálfara og þjálfun yngriflokka félagsins. Friðrki mun einnig vera aðstoðaþjálfari meistaraflokks karla.
 

Friðrik Hrafn er fæddur 1996 og er uppalinn hjá félaginu þar sem hann lék upp alla yngriflokka félagsins. Friðrik byrjaði að þjálfa hjá Tindastól árið 2021. Hann fór svo til Hauka árið 2023 og hefur verið að gera góða hluti þar í yngriflokkaþjálfun og varð 12. flokkur karla Íslandsmeistari á nýliðnu tímabili og ungmennaflokkur í 2. sæti undir hans stjórn. Friðrik hefur einnig verið í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Haukum.

Seinustu ár hefur Friðrik verið í þjálfarateymum hjá yngri landsliðum KKÍ og í sumar er hann í þjálfarateymi U18 ára karla landsliðsins
Friðrik Hrafn hefur lokið öllum þjálfaranámskeiðum hjá KKÍ nema einu sem hann mun klára í vetur. Hann hefur einnig lokið við þjálfaranám ÍSÍ 1 og 2 og stefnir á að ljúka ÍSÍ 3 í vetur.
Það er mikill fengur fyrir Tindastól að fá Friðrik Hrafn aftur heim. Hann er metnaðarfullur og brennur fyrir að þjálfa körfubolta.
Körfuknattleiksdeildin bíður Friðrik Hrafn hjartanlega velkominn heim í fjörðinn fagra.
 
Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir