Froststilla eykur líkur á háum styrk mengunar

Í dag, þriðjudag, er búist við froststillu á gosstöðvunum en við slíkar aðstæður eru auknar líkur á háum styrk mengunar, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Þegar kemur fram á daginn má búast við sunnan og suðvestan andvara og eru því mestar líkur á mengun á svæðunum norðan og austan við eldstöðina, en gosmóða gerir þó væntanlega vart við sig víðar um land.

Á morgun, miðvikudag, berst gasmengun frá eldgosinu til norðurs og austurs. Gæti orðið vart við mengun frá Eyjafirði austur og austur á Firði.

Fleiri fréttir